Sniðmátið: Blogspun
5. nóvember 2006
Blogspun er sjálfgefna sniðmátið á Blogg.is.
Aðgengi: Allar stærðir í sniðmátinu eru skilgreindar hlutfallslega og er því auðvelt að stækka og minnka bloggsíður fyrir þá sem hafa þörf fyrir slíkt í öllum vöfrum.
Útlitsbreytingar
Sniðmátið býður upp á nokkrar útlitsbreytingar. Hægt er að skipta um liti og velja hvort notað er krókaletur eða ekki.
Ábendingar
Hægt er að birta stuttar færslur inn á milli venjulegra færslna til að benda á sniðugar vefsíður eða efni sem viðkomandi hefur rekist á á Vefnum. Slíkar færslur kallast ábengingar. Venjulega eru þetta mjög stuttar færslur, bara nokkrar setningar, sem vekja athygli á einhverju áhugaverðu á vefnum. Ábendingar eru einnig góð leið til að geyma tengla sem þú vilt halda til haga fyrir sjálfan þig.
Til að geta nýtt sér þennan möguleika þarf að velja einn flokkinn fyrir þessar færslur og setja þær alltaf í hann. Flokkurinn er valinn undir "Stillingar" flipanum. Tilvalið er að nota flokkinn "Ábendingar" sem þegar er upp settur í blogginu.
Þar sem ábendingar eru til að benda á efni á vefnum þá gefur augaleið að nauðsynlegt er að setja inn tengil á viðkomandi síðu. Það er gert eins og venjulega inni í ritlinum. Sniðmátið sér svo um að finna tengilinn og nota hann í fyrirsögninni líka. Ef fleiri en einn tengill er í færslunni þá er sá fyrsti notaður.