Innsetning myndskeiða

16. apríl 2007

Hægt er að innlima spilara fyrir myndskeið frá ýmsum þjónustum í færslur hér á Blogg.is. Eftirfarandi þjónustur studdar: YouTube, Google Video, Vimeo, Jumpcut, Eyespot og Bubblare.se (einnig .no, .fi og .dk). Myndskeiðin er sett inn með smárum:

[youtube=vefslóð]

[googlevideo=vefslóð]

[vimeo=vefslóð]

[jumpcut=vefslóð]

[eyespot=vefslóð]

[bubblare=vefslóð]

Þar sem gefin vefslóð er sú sama og sést í vafranum þegar myndskeiðið er skoðað hjá viðkomandi þjónustu.

Hægt er að setja mp3 hljóðskrár inn í færslur og síður á Blogg.is með eftirfarandi smára:

[tonlist url="http://baggalutur.is/mp3/Baggalutur_gledilegt_sumar.mp3″]

Birtist þá svona spilari sem leyfir gestum bloggsins að hlýða á hljóðskrána:

Sumardagurinn fyrsti með Baggalút.

Google vídeó-innsetning

27. október 2006

Google V�deó

Uppfært: Boðið er upp á einfaldari smára, sjá Innsetning myndskeiða.

Hægt er að setja Google Video myndbönd inn í færslur og síður á Blogg.is með eftirfarandi smára:

[video google="kóði"]

Þar sem kóði er fenginn úr slóð myndbandsins á Google Video vefsíðunni. Td. fyrir http://video.google.com/videoplay?docid=2964751562925463883 (PS3 vs Wii) er kóðinn 2964751562925463883 eða allt fyrir aftan docid og samansem-merkið.

Myndböndin geta verið í mismunandi stærðum og því getur verið gott að tilgreina stærð og breidd fyrir spilarann. Sjálfgefin hæð hans er 326 pixlar og sjálfgefin breidd eru 400 pixlar. Hæð og breidd er tilgreind með haed og breidd eigindunum í smáranum.

[video google="kóði" haed="pixlar" breidd="pixlar"]

Ef kóðinn sem gefinn var hér fyrir ofan væri notaður í smáranum ásamt því að breidd og hæð væru skilgreind sem 314 og 264 (sem er u.þ.b. rétt miðað við þetta myndband) yrði útkoman þessi:

YouTube vídeó-innsetning

27. október 2006

Uppfært: Boðið er upp á einfaldari smára, sjá Innsetning myndskeiða.
YouTube

Hægt er að setja YouTube myndbönd inn í færslur og síður á Blogg.is með eftirfarandi smára:

[video youtube="kóði"]

Þar sem kóði er fenginn úr slóð myndbandsins á YouTube vefsíðunni. Td. fyrir http://youtube.com/watch?v=37At08MCSLw (kynning á kvikmyndinni 300) er kóðinn 37At08MCSLw eða allt fyrir aftan samansem-merkið.

Ef þessi kóði væri notaður í smáranum yrði útkoman þessi: