Slideshare glærur

12. mars 2008

Slideshare.netHægt er að birta glærur frá Slideshare.net í bloggfærslum og síðum á Blogg.is. Það er gert einfaldlega með því að afrita innlimunarstreng sem er birtur á síðu glærunnar hjá Slideshare og merktur er með Embedd (wordpress.com).

Innlimunarstrengur frá Slideshare

Glærukynningin hér fyrir neðan (fengin héðan) er framkölluð með eftirfarandi kóða:

[slideshare id=23197&doc=wikipedia-articles-about-persons-27489&w=425]

Nánari fróðleik um gerð glæra og Slideshare er að finna á vef Salvarar Gissurardóttur.

Innsetning mynda

11. mars 2008

Hægt er að vista myndir á Blogg.is og birta þær í færslum (eða á síðum). Til að setja mynd inn í ritilinn þarf fyrsta að flytja hana á vefþjóninn. Í ritlinum undir textareitnum er hólf til að flytja myndir (og fylgiskjöl) með færslu á vefþjóninn.

Flytja á vefþjón kassinn

Smellið á "Browse…" takkann undir "Flytja á vefþjón" flipanum (í Safari-vafranum stendur "Choose a file" á takkanum) og veljið myndarskrá1. Passið að stærð myndarinnar sé ekki of stór fyrir breidd megindálk sniðsins sem er í notkun.

Þegar búið er að velja myndarskrá er hægt að gefa myndinni titil og skrifa stutta lýsingu á henni.

Titill og lýsing myndar

Næst er ýtt á "Flytja á vefþjón" til að senda myndina á vefþjóninn.

Mynd komin á vefþjón

Nú ætti myndin að vera komin á vefþjóninn. Næst er að setja hana inn í textareitinn.

Smellið á myndina sem verið var að setja inn undir "Fletta" flipanum2. Þá birtist sprettigluggi með fimm valkostum. Fyrstu tveir ákveða hvernig myndin kemur út í færslunni. Fyrsti er val á milli "Nota þumlu" og "Nota frumgerð", þ.e. hvort þú viljir setja inn smáa útgáfu af myndinni eða jafnstóra og þú settir inn. Annar kosturinn er val á milli "Enginn tengill", "Tengja við mynd" og "Tengja við síðu". Það er hvað gerast skal þegar smellt er á myndina í færslunni.3

Mynd flutt inn i ritilinn

Smellið svo á "Flytja inn í ritil" til að setja myndina inn í textareitinn. "Eyða" fjarlægir myndina af vefþjóninum og "Loka glugganum" lokar augljóslega sprettiglugganum.

Eftir að myndin er kominn inn í textareitinn er hægt að smella á hana og ýta svo á myndartakkann í tólastikunni til að breyta því hvernig myndin birtist innan færslunnar.

Birting myndar stillt inni i ritlinum

Til dæmis með því að fleyta myndinni til hægri innan málsgreinarinnar (Aligment: Right) eða auka rýmið í kringum hana (Vertical/Horizontal Space).

  1. Sérstök tákn í nöfnum skráa geta valdið vandræðum þegar reynt er að flytja þær á vefþjóninn (t.d. gæsalöpp og alda).
  2. Undir "Fletta" flipanum er myndir sem hafa verið settar inn með færslunni sem verið er að vinna í. Undir "Fletta öllu" flipanum eru hinsvegar allar myndir sem hafa verið settar inn.
  3. Í langflestum tilfellum viljið þið velja "Nota frumgerð" og "Enginn tengill".

Uppsetning gestabókar

29. október 2006

Þegar notandi fær fyrst úthlutað bloggi á Blogg.is þá hefur gestabókarsíða þegar verið sett upp. En ef gestabókarsíðu hefur verið eytt eða ef vilji er til að hafa fleiri en eina gestabók :-S þá fylgja hér leiðbeiningar við uppsetningu slíkrar síðu.

  1. Fyrst þarf að velja Ritun og svo Síða í umsjónarkerfinu til að búa til nýja síðu.
  2. Titill nýju síðunnar getur t.d. verið "Gestabók" og í innihaldsreitin er hægt að setja texta sem er birtur efst á gestabókarsíðunni.
  3. Velja verður "Gestabók" sem skapalón síðunnar.

    Skapalón s�ðu: Gestabók

  4. Passa verður upp á að ritun ummæli við síðuna sé mögulegt með því að haka við "Leyfa ummæli" í umræðuvalblaðinu.

    Umræða: Leyfa ummæli

  5. Að þessu loknu er síðan vistuð.

Hvað er þetta?
Gestabók (eða gestabókarsíða) er síða þar sem þeir sem skoða bloggið geta skilið eftir kveðju og tengil á sitt eigið blogg eða vefsíðu. Þetta er oft hentugra en þegar nýir vefgestir skrifa slíkar kveðjur í ummælum við færslur. Kveðjurnar eru birtar í öfugri tímaröð, þ.e. nýjasta kveðjan er efst.