Uppsetning gestabókar

29. október 2006

Þegar notandi fær fyrst úthlutað bloggi á Blogg.is þá hefur gestabókarsíða þegar verið sett upp. En ef gestabókarsíðu hefur verið eytt eða ef vilji er til að hafa fleiri en eina gestabók :-S þá fylgja hér leiðbeiningar við uppsetningu slíkrar síðu.

  1. Fyrst þarf að velja Ritun og svo Síða í umsjónarkerfinu til að búa til nýja síðu.
  2. Titill nýju síðunnar getur t.d. verið "Gestabók" og í innihaldsreitin er hægt að setja texta sem er birtur efst á gestabókarsíðunni.
  3. Velja verður "Gestabók" sem skapalón síðunnar.

    Skapalón s�ðu: Gestabók

  4. Passa verður upp á að ritun ummæli við síðuna sé mögulegt með því að haka við "Leyfa ummæli" í umræðuvalblaðinu.

    Umræða: Leyfa ummæli

  5. Að þessu loknu er síðan vistuð.

Hvað er þetta?
Gestabók (eða gestabókarsíða) er síða þar sem þeir sem skoða bloggið geta skilið eftir kveðju og tengil á sitt eigið blogg eða vefsíðu. Þetta er oft hentugra en þegar nýir vefgestir skrifa slíkar kveðjur í ummælum við færslur. Kveðjurnar eru birtar í öfugri tímaröð, þ.e. nýjasta kveðjan er efst.