Slideshare glærur
12. mars 2008
Hægt er að birta glærur frá Slideshare.net í bloggfærslum og síðum á Blogg.is. Það er gert einfaldlega með því að afrita innlimunarstreng sem er birtur á síðu glærunnar hjá Slideshare og merktur er með Embedd (wordpress.com).
Glærukynningin hér fyrir neðan (fengin héðan) er framkölluð með eftirfarandi kóða:
[slideshare id=23197&doc=wikipedia-articles-about-persons-27489&w=425]
Nánari fróðleik um gerð glæra og Slideshare er að finna á vef Salvarar Gissurardóttur.
Innsetning mynda
11. mars 2008
Hægt er að vista myndir á Blogg.is og birta þær í færslum (eða á síðum). Til að setja mynd inn í ritilinn þarf fyrsta að flytja hana á vefþjóninn. Í ritlinum undir textareitnum er hólf til að flytja myndir (og fylgiskjöl) með færslu á vefþjóninn.
Smellið á "Browse…" takkann undir "Flytja á vefþjón" flipanum (í Safari-vafranum stendur "Choose a file" á takkanum) og veljið myndarskrá1. Passið að stærð myndarinnar sé ekki of stór fyrir breidd megindálk sniðsins sem er í notkun.
Þegar búið er að velja myndarskrá er hægt að gefa myndinni titil og skrifa stutta lýsingu á henni.
Næst er ýtt á "Flytja á vefþjón" til að senda myndina á vefþjóninn.
Nú ætti myndin að vera komin á vefþjóninn. Næst er að setja hana inn í textareitinn.
Smellið á myndina sem verið var að setja inn undir "Fletta" flipanum2. Þá birtist sprettigluggi með fimm valkostum. Fyrstu tveir ákveða hvernig myndin kemur út í færslunni. Fyrsti er val á milli "Nota þumlu" og "Nota frumgerð", þ.e. hvort þú viljir setja inn smáa útgáfu af myndinni eða jafnstóra og þú settir inn. Annar kosturinn er val á milli "Enginn tengill", "Tengja við mynd" og "Tengja við síðu". Það er hvað gerast skal þegar smellt er á myndina í færslunni.3
Smellið svo á "Flytja inn í ritil" til að setja myndina inn í textareitinn. "Eyða" fjarlægir myndina af vefþjóninum og "Loka glugganum" lokar augljóslega sprettiglugganum.
Eftir að myndin er kominn inn í textareitinn er hægt að smella á hana og ýta svo á myndartakkann í tólastikunni til að breyta því hvernig myndin birtist innan færslunnar.
Til dæmis með því að fleyta myndinni til hægri innan málsgreinarinnar (Aligment: Right) eða auka rýmið í kringum hana (Vertical/Horizontal Space).
- Sérstök tákn í nöfnum skráa geta valdið vandræðum þegar reynt er að flytja þær á vefþjóninn (t.d. gæsalöpp og alda). ↩
- Undir "Fletta" flipanum er myndir sem hafa verið settar inn með færslunni sem verið er að vinna í. Undir "Fletta öllu" flipanum eru hinsvegar allar myndir sem hafa verið settar inn. ↩
- Í langflestum tilfellum viljið þið velja "Nota frumgerð" og "Enginn tengill". ↩
Spilari fyrir mp3 hljóðskrár
22. janúar 2007
Hægt er að setja mp3 hljóðskrár inn í færslur og síður á Blogg.is með eftirfarandi smára:
[tonlist url="http://baggalutur.is/mp3/Baggalutur_gledilegt_sumar.mp3″]
Birtist þá svona spilari sem leyfir gestum bloggsins að hlýða á hljóðskrána:
Sumardagurinn fyrsti með Baggalút.
Kunningjar, vinir og ættingjar
27. október 2006
Á Blogg.is getur þú skráð þig sem kunningja eiganda bloggs. Þú gerir það með því að smella á hjartað í kerfisstikunni þegar þú ert að skoða viðkomandi blogg. Ef þú ert þegar skráður sem kunningi þá gefur hjartað (
) möguleikann á afskráningu. Eigandi bloggsins hefur þó endanlegt val hvort þú sért sem skráður kunningi eða ekki. Að vera skráður kunninga á bloggi auðveldar þér að fylgjast með uppfærslum á blogginu (td. á forsíðu Blogg.is og með viðmótshlutanum Kunningjar í hliðarslá bloggsins).
Eigandi bloggsins getur einnig uppfært skráðan kunningja í vin eða ættingja ef það á við. Hægt er að birta færslur sem eingöngu eru sýnilegar vinum og/eða ættingjum. Í færsluritlinum er valblað þar sem tilgreint er hverjum birta eigi færsluna.
Ef td. merkt er við "Vinir" þá munu eingöngu þeir sem skráðir hafa verið sem kunningjar og tilgreindir sem vinir sjá þá færslu eftir að hún hefur verið vistuð. Sama á við ummæli við hana þegar þau eru listuð í yfirlitum o.s.frv.
Sniðmátið Blogspun sýnir í færslufæti þegar færslan er eingöngu sýnileg vinum, ættingjum eða hvorumtveggja.