Kunningjar, vinir og ættingjar
27. október 2006
Á Blogg.is getur þú skráð þig sem kunningja eiganda bloggs. Þú gerir það með því að smella á hjartað í kerfisstikunni þegar þú ert að skoða viðkomandi blogg. Ef þú ert þegar skráður sem kunningi þá gefur hjartað (
) möguleikann á afskráningu. Eigandi bloggsins hefur þó endanlegt val hvort þú sért sem skráður kunningi eða ekki. Að vera skráður kunninga á bloggi auðveldar þér að fylgjast með uppfærslum á blogginu (td. á forsíðu Blogg.is og með viðmótshlutanum Kunningjar í hliðarslá bloggsins).
Eigandi bloggsins getur einnig uppfært skráðan kunningja í vin eða ættingja ef það á við. Hægt er að birta færslur sem eingöngu eru sýnilegar vinum og/eða ættingjum. Í færsluritlinum er valblað þar sem tilgreint er hverjum birta eigi færsluna.
Ef td. merkt er við "Vinir" þá munu eingöngu þeir sem skráðir hafa verið sem kunningjar og tilgreindir sem vinir sjá þá færslu eftir að hún hefur verið vistuð. Sama á við ummæli við hana þegar þau eru listuð í yfirlitum o.s.frv.
Sniðmátið Blogspun sýnir í færslufæti þegar færslan er eingöngu sýnileg vinum, ættingjum eða hvorumtveggja.