Myndskeið frá Flickr.com

12. apríl 2008

Þar sem Flickr býður nú á innsetningu myndskeiða hjá sér þá er um að gera að leyfa innlimun þeirra á Blogg.is

Myndskeiðið hér fyrir neðan er innlimað með smáranum: [flickr=http://www.flickr.com/photos/heather/2398869449/]. Snið hans er sambærilegt smárum fyrir myndskeið frá öðrum þjónunustum.

[flickr=http://www.flickr.com/photos/heather/2398869449]

Slideshare glærur

12. mars 2008

Slideshare.netHægt er að birta glærur frá Slideshare.net í bloggfærslum og síðum á Blogg.is. Það er gert einfaldlega með því að afrita innlimunarstreng sem er birtur á síðu glærunnar hjá Slideshare og merktur er með Embedd (wordpress.com).

Innlimunarstrengur frá Slideshare

Glærukynningin hér fyrir neðan (fengin héðan) er framkölluð með eftirfarandi kóða:

[slideshare id=23197&doc=wikipedia-articles-about-persons-27489&w=425]

Nánari fróðleik um gerð glæra og Slideshare er að finna á vef Salvarar Gissurardóttur.

Innsetning mynda

11. mars 2008

Hægt er að vista myndir á Blogg.is og birta þær í færslum (eða á síðum). Til að setja mynd inn í ritilinn þarf fyrsta að flytja hana á vefþjóninn. Í ritlinum undir textareitnum er hólf til að flytja myndir (og fylgiskjöl) með færslu á vefþjóninn.

Flytja á vefþjón kassinn

Smellið á "Browse…" takkann undir "Flytja á vefþjón" flipanum (í Safari-vafranum stendur "Choose a file" á takkanum) og veljið myndarskrá1. Passið að stærð myndarinnar sé ekki of stór fyrir breidd megindálk sniðsins sem er í notkun.

Þegar búið er að velja myndarskrá er hægt að gefa myndinni titil og skrifa stutta lýsingu á henni.

Titill og lýsing myndar

Næst er ýtt á "Flytja á vefþjón" til að senda myndina á vefþjóninn.

Mynd komin á vefþjón

Nú ætti myndin að vera komin á vefþjóninn. Næst er að setja hana inn í textareitinn.

Smellið á myndina sem verið var að setja inn undir "Fletta" flipanum2. Þá birtist sprettigluggi með fimm valkostum. Fyrstu tveir ákveða hvernig myndin kemur út í færslunni. Fyrsti er val á milli "Nota þumlu" og "Nota frumgerð", þ.e. hvort þú viljir setja inn smáa útgáfu af myndinni eða jafnstóra og þú settir inn. Annar kosturinn er val á milli "Enginn tengill", "Tengja við mynd" og "Tengja við síðu". Það er hvað gerast skal þegar smellt er á myndina í færslunni.3

Mynd flutt inn i ritilinn

Smellið svo á "Flytja inn í ritil" til að setja myndina inn í textareitinn. "Eyða" fjarlægir myndina af vefþjóninum og "Loka glugganum" lokar augljóslega sprettiglugganum.

Eftir að myndin er kominn inn í textareitinn er hægt að smella á hana og ýta svo á myndartakkann í tólastikunni til að breyta því hvernig myndin birtist innan færslunnar.

Birting myndar stillt inni i ritlinum

Til dæmis með því að fleyta myndinni til hægri innan málsgreinarinnar (Aligment: Right) eða auka rýmið í kringum hana (Vertical/Horizontal Space).

 1. Sérstök tákn í nöfnum skráa geta valdið vandræðum þegar reynt er að flytja þær á vefþjóninn (t.d. gæsalöpp og alda).
 2. Undir "Fletta" flipanum er myndir sem hafa verið settar inn með færslunni sem verið er að vinna í. Undir "Fletta öllu" flipanum eru hinsvegar allar myndir sem hafa verið settar inn.
 3. Í langflestum tilfellum viljið þið velja "Nota frumgerð" og "Enginn tengill".

Innsetning myndskeiða

16. apríl 2007

Hægt er að innlima spilara fyrir myndskeið frá ýmsum þjónustum í færslur hér á Blogg.is. Eftirfarandi þjónustur studdar: YouTube, Google Video, Vimeo, Jumpcut, Eyespot og Bubblare.se (einnig .no, .fi og .dk). Myndskeiðin er sett inn með smárum:

[youtube=vefslóð]

[googlevideo=vefslóð]

[vimeo=vefslóð]

[jumpcut=vefslóð]

[eyespot=vefslóð]

[bubblare=vefslóð]

Þar sem gefin vefslóð er sú sama og sést í vafranum þegar myndskeiðið er skoðað hjá viðkomandi þjónustu.

Hægt er að setja mp3 hljóðskrár inn í færslur og síður á Blogg.is með eftirfarandi smára:

[tonlist url="http://baggalutur.is/mp3/Baggalutur_gledilegt_sumar.mp3″]

Birtist þá svona spilari sem leyfir gestum bloggsins að hlýða á hljóðskrána:

Sumardagurinn fyrsti með Baggalút.

Sniðmátið: Blogspun

5. nóvember 2006

Blogspun

Blogspun er sjálfgefna sniðmátið á Blogg.is.

Aðgengi: Allar stærðir í sniðmátinu eru skilgreindar hlutfallslega og er því auðvelt að stækka og minnka bloggsíður fyrir þá sem hafa þörf fyrir slíkt í öllum vöfrum.

Útlitsbreytingar

Sniðmátið býður upp á nokkrar útlitsbreytingar. Hægt er að skipta um liti og velja hvort notað er krókaletur eða ekki.

Útlitsbreytingar

Ábendingar

Hægt er að birta stuttar færslur inn á milli venjulegra færslna til að benda á sniðugar vefsíður eða efni sem viðkomandi hefur rekist á á Vefnum. Slíkar færslur kallast ábengingar. Venjulega eru þetta mjög stuttar færslur, bara nokkrar setningar, sem vekja athygli á einhverju áhugaverðu á vefnum. Ábendingar eru einnig góð leið til að geyma tengla sem þú vilt halda til haga fyrir sjálfan þig.

Ábending

Til að geta nýtt sér þennan möguleika þarf að velja einn flokkinn fyrir þessar færslur og setja þær alltaf í hann. Flokkurinn er valinn undir "Stillingar" flipanum. Tilvalið er að nota flokkinn "Ábendingar" sem þegar er upp settur í blogginu.

Ábending samin � ritlinum

Þar sem ábendingar eru til að benda á efni á vefnum þá gefur augaleið að nauðsynlegt er að setja inn tengil á viðkomandi síðu. Það er gert eins og venjulega inni í ritlinum. Sniðmátið sér svo um að finna tengilinn og nota hann í fyrirsögninni líka. Ef fleiri en einn tengill er í færslunni þá er sá fyrsti notaður.

Uppsetning gestabókar

29. október 2006

Þegar notandi fær fyrst úthlutað bloggi á Blogg.is þá hefur gestabókarsíða þegar verið sett upp. En ef gestabókarsíðu hefur verið eytt eða ef vilji er til að hafa fleiri en eina gestabók :-S þá fylgja hér leiðbeiningar við uppsetningu slíkrar síðu.

 1. Fyrst þarf að velja Ritun og svo Síða í umsjónarkerfinu til að búa til nýja síðu.
 2. Titill nýju síðunnar getur t.d. verið "Gestabók" og í innihaldsreitin er hægt að setja texta sem er birtur efst á gestabókarsíðunni.
 3. Velja verður "Gestabók" sem skapalón síðunnar.

  Skapalón s�ðu: Gestabók

 4. Passa verður upp á að ritun ummæli við síðuna sé mögulegt með því að haka við "Leyfa ummæli" í umræðuvalblaðinu.

  Umræða: Leyfa ummæli

 5. Að þessu loknu er síðan vistuð.

Hvað er þetta?
Gestabók (eða gestabókarsíða) er síða þar sem þeir sem skoða bloggið geta skilið eftir kveðju og tengil á sitt eigið blogg eða vefsíðu. Þetta er oft hentugra en þegar nýir vefgestir skrifa slíkar kveðjur í ummælum við færslur. Kveðjurnar eru birtar í öfugri tímaröð, þ.e. nýjasta kveðjan er efst.

Google vídeó-innsetning

27. október 2006

Google V�deó

Uppfært: Boðið er upp á einfaldari smára, sjá Innsetning myndskeiða.

Hægt er að setja Google Video myndbönd inn í færslur og síður á Blogg.is með eftirfarandi smára:

[video google="kóði"]

Þar sem kóði er fenginn úr slóð myndbandsins á Google Video vefsíðunni. Td. fyrir http://video.google.com/videoplay?docid=2964751562925463883 (PS3 vs Wii) er kóðinn 2964751562925463883 eða allt fyrir aftan docid og samansem-merkið.

Myndböndin geta verið í mismunandi stærðum og því getur verið gott að tilgreina stærð og breidd fyrir spilarann. Sjálfgefin hæð hans er 326 pixlar og sjálfgefin breidd eru 400 pixlar. Hæð og breidd er tilgreind með haed og breidd eigindunum í smáranum.

[video google="kóði" haed="pixlar" breidd="pixlar"]

Ef kóðinn sem gefinn var hér fyrir ofan væri notaður í smáranum ásamt því að breidd og hæð væru skilgreind sem 314 og 264 (sem er u.þ.b. rétt miðað við þetta myndband) yrði útkoman þessi:

Á Blogg.is getur þú skráð þig sem kunningja eiganda bloggs. Þú gerir það með því að smella á hjartað í kerfisstikunni Skrá þig sem kunningja þegar þú ert að skoða viðkomandi blogg. Ef þú ert þegar skráður sem kunningi þá gefur hjartað (Afskrá sem kunningja) möguleikann á afskráningu. Eigandi bloggsins hefur þó endanlegt val hvort þú sért sem skráður kunningi eða ekki. Að vera skráður kunninga á bloggi auðveldar þér að fylgjast með uppfærslum á blogginu (td. á forsíðu Blogg.is og með viðmótshlutanum Kunningjar í hliðarslá bloggsins).

Kunningjalisti � hliðarslá

Eigandi bloggsins getur einnig uppfært skráðan kunningja í vin eða ættingja ef það á við. Hægt er að birta færslur sem eingöngu eru sýnilegar vinum og/eða ættingjum. Í færsluritlinum er valblað þar sem tilgreint er hverjum birta eigi færsluna.

Birta hverjum?

Ef td. merkt er við "Vinir" þá munu eingöngu þeir sem skráðir hafa verið sem kunningjar og tilgreindir sem vinir sjá þá færslu eftir að hún hefur verið vistuð. Sama á við ummæli við hana þegar þau eru listuð í yfirlitum o.s.frv.

Sniðmátið Blogspun sýnir í færslufæti þegar færslan er eingöngu sýnileg vinum, ættingjum eða hvorumtveggja.

Sýnileg hverjum